Enski boltinn

Platini: Drogba er fínn náungi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba í uppákomunni eftirminnilegu á síðustu leiktíð.
Drogba í uppákomunni eftirminnilegu á síðustu leiktíð. Nordic Photos/Getty Images

Michel Platini, forseti UEFA, hefur fulla trú á því að framherjinn Didier Drogba hafi lært sína lexíu eftir að hafa fengið þriggja leikja bann fyrir hegðun sína gagnvart dómara í Meistaradeildinni í fyrra.

Drogba spilar væntanlega með Chelsea í kvöld gegn Atletico Madrid. Bannið stóra fékk hann fyrir framkomu sína eftir undanúrslitaleikinn gegn Barcelona.

Þá hellti hann sér yfir dómara leiksins og lét valin blótsyrði falla framan í myndavélar.

„Það sem ég sá í sjónvarpinu snérist allt um Drogba en ekki ákvarðanir dómarans í leiknum," sagði Platini.

„Ég var eins og Drogba á sínum tíma þegar mér fannst ég vera beittur óréttlæti sem leikmaður. Ég veit samt ekki hvernig Drogba hugsar. Hann tók þær ákvarðanir sem hann taldi bestar.

„Drogba er fín náungi og ég þekki hann vel. Hann skilur nú að hann gerði mistök. Hann mun koma sterkari til baka," sagði Platini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×