Enski boltinn

O´Neill býður 300 stuðningsmönnum Villa í mat

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
O´Neill ætlar að vera með svaka veislu fyrir stuðningsmenn.
O´Neill ætlar að vera með svaka veislu fyrir stuðningsmenn. Nordic Photos/Getty Images

Stuðningsmenn Aston Villa voru margir hverjir heldur betur ósáttir við stjórann sinn, Martin O´Neill, eftir að liðið féll úr leik í UEFA-bikarnum eftir viðureign við CSKA Moskva í Moskvu.

O´Neill spilaði leikinn án átta fastamanna og það sættu tæplega 300 stuðningsmenn liðsins sem borguðu allt að 1.500 pund fyrir ferðalagið til Moskvu sig illa við.

O´Neill er augljóslega mikið í mun að halda góðum tengslum við stuðningsmennina því hann ákvað að bjóðast afsökunar með því að bjóða þeim öllum í mat á Villa Park, heimavöll félagsins.

Það gæti kostað félagið um 15 þúsund pund en hinn moldríki eigandi félagsins, Randy Lerner, mun leggja út fyrir veislunni með bros á vör.

Stuðningsmennirnir tóku vel í afsökunarbeiðnina og telja nú niður dagana að matarveislunni miklu með O´Neill sem nú er kallaður "Martin O´Meal".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×