Innlent

Guðlaugur samþykktur sem varamaður í borgarráð

Guðlaugur Sverrisson
Guðlaugur Sverrisson MYND/Vilhelm

Samgönguráðuneytið hefur fallist á og staðfest nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Reykjavíkurborgar. Þessi staðfesting ráðuneytisins eyðir öllum vafa um hæfi Guðlaugs Sverrissonar stjórnarformanns OR sem varamanns í borgarráði.

„Fulltrúar minnihlutans gerðu ágreining um kjör Guðlaugs á sínum tíma og til þess að eyða óvissu um kjörgengi samþykkti meirihlutinn breytingar á samþykktum sínum.

Ráðuneytið hefur nú staðfest breytingarnar, vafanum hefur verið eytt og kjörgengi Guðlaugs sem varamanns í borgarráði Reykjavíkur staðfest."

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Óskari Bergssyni formanni borgarráðs og oddvita Framsóknarflokksins nú í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×