Lögreglukona gagnrýnir Stefán Eiríksson í opnu bréfi Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 13. ágúst 2009 20:43 Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Mynd/Stefán Lögreglukonan Bylgja Hrönn Baldursdóttir sendir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, tóninn í opnu bréfi sem hún sendi honum í dag. Hún segir lögreglustjórann því miður á góðri leið með að missa lögreglumennina frá sér. Í bréfinu segir Bylgja það ekki launin sem hafi haldið sér í starfinu í hátt á annan áratug, heldur hrein og klár væntumþykja um vinnuna og vinnufélagana. Hún segir áreiti utan frá eitthvað sem fylgi starfinu, en áreiti innan frá sé hins vegar óþolandi; óþægindi, óvissa og óánægja sem virki eins og krabbamein á lögregluna. „Þar kemur til þinna kasta það er þitt hlutverk að stjórna stofnuninni þannig að fólk geti starfað þar í sátt og samlyndi, þú berð ábyrgð á því sem vel er gert og líka því sem er illa gert," segir í bréfi Bylgju. Hún segir breytingar sem framundan eru innan lögreglunnar búa til aðstæður sem gætu kallað á sundrungu. „Ég er að vísa þarna til vaktakerfisbreytinga," segir Bylgja í samtali við fréttastofu, sem hún telur aðspurð að sé nánast algjör óánægja með. „Menn eru hræddir við þessar breytingar og hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á fjölskyldulíf þeirra með aukinni viðveru og auknu álagi." Hún segist ekki óttast skammir þrátt fyrir hið harðorða bréf. „Það er svona sem mér líður í dag og ég veit að ég er ekki ein um það. Mér er meira virði að fá traust frá vinnufélögum mínum og þó ég sé skömmuð þá skiptir það engu máli." Bréf Bylgju má lesa í heild hér. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Lögreglukonan Bylgja Hrönn Baldursdóttir sendir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, tóninn í opnu bréfi sem hún sendi honum í dag. Hún segir lögreglustjórann því miður á góðri leið með að missa lögreglumennina frá sér. Í bréfinu segir Bylgja það ekki launin sem hafi haldið sér í starfinu í hátt á annan áratug, heldur hrein og klár væntumþykja um vinnuna og vinnufélagana. Hún segir áreiti utan frá eitthvað sem fylgi starfinu, en áreiti innan frá sé hins vegar óþolandi; óþægindi, óvissa og óánægja sem virki eins og krabbamein á lögregluna. „Þar kemur til þinna kasta það er þitt hlutverk að stjórna stofnuninni þannig að fólk geti starfað þar í sátt og samlyndi, þú berð ábyrgð á því sem vel er gert og líka því sem er illa gert," segir í bréfi Bylgju. Hún segir breytingar sem framundan eru innan lögreglunnar búa til aðstæður sem gætu kallað á sundrungu. „Ég er að vísa þarna til vaktakerfisbreytinga," segir Bylgja í samtali við fréttastofu, sem hún telur aðspurð að sé nánast algjör óánægja með. „Menn eru hræddir við þessar breytingar og hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á fjölskyldulíf þeirra með aukinni viðveru og auknu álagi." Hún segist ekki óttast skammir þrátt fyrir hið harðorða bréf. „Það er svona sem mér líður í dag og ég veit að ég er ekki ein um það. Mér er meira virði að fá traust frá vinnufélögum mínum og þó ég sé skömmuð þá skiptir það engu máli." Bréf Bylgju má lesa í heild hér.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira