Innlent

Starfsmaður á plani gekk í skrokk á viðskiptavini

Valur Grettisson skrifar
Olís. Mynd úr safni.
Olís. Mynd úr safni.

Starfsmaður Olís var handtekinn í Norðlingaholti milli tvö og þrjú í dag vegna átaka sem þar áttu sér stað. Samkvæmt lögreglunni lenti starfsmanninum saman við samstarfsfólk auk viðskiptavina. Lögreglan var kölluð á vettvang í kjölfarið og maðurinn handtekinn.

Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við Vísi þá réðst starfsmaðurinn á viðskiptavin en hann var starfsmaður á plani. Svo virðist sem hann hafi haft eitthvað að athuga við hjón sem voru að versla á stöðinni.

Að lokum á honum að hafa lent saman við eiginmann konunnar. Í kjölfarið komu starfsmenn bensínsstöðvarinnar viðskiptavininum til hjálpar.

„Starfsmaðurinn var mjög illur, hótaði að berja og drepa alla," sagði sjónarvotturinn sem sjálfum var verulega brugðið vegna málsins.

Lögreglan tók skýrslu af starfsmanninum síðdegis en sleppti honum í kjölfarið. Hjónin munu hafa kært manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×