Brotthvarf Jóhönnu setur strik í reikninginn 27. maí 2009 05:30 Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi segir engan bilbug á þeim að finna þótt Jóhanna Guðrún hafi flogið til Svíþjóðar og frestað sínum tónleikum. Aðstandendur stórtónleika Jóhönnu Guðrúnar sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem fyrirhuguðum tónleikum Eurovision-stjörnunnar í Laugardalshöll var frestað fram á haust. Tónleikarnir áttu að vera 4. júní en vegna áhuga sænskra aðila urðu söngkonan og umboðsmaður hennar, María Björk, að bregðast skjótt við og var tekin sú ákvörðun að fresta öllu tónleikahaldi. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem sér um tónleikana, skilur vel ákvörðun Jóhönnu. „Þær fóru eiginlega út með engum fyrirvara, auðvitað vilja þær hamra járnið á meðan það er heitt, laginu gengur vel og maður verður bara að skilja það,“ segir Þorsteinn og viðurkennir að það hafi verið djörf ákvörðun á sínum tíma að fá Jóhönnu í verkefni af þessari stærðargráðu með svo skömmum fyrirvara. „Við vissum auðvitað að hún yrði mjög upptekin í sumar.“ En þessi ákvörðun setur smá strik í reikninginn því kvöldið eftir hafði Hr. Örlygur boðað til mikillar rokkveislu þar sem margir af fremstu rokksöngvurum landsins troða upp og þenja raddböndin við helstu rokkslagara tónlistarsögunnar. Þorsteinn viðurkennir að þeir hafi þarna ætlað að slá tvær flugur í einu höggi og komast hjá óþarfa kostnaði við uppsetningu á hljóðkerfi og öðru slíku. „Þetta er auðvitað erfitt en við erum búnir að ná góðu samkomulagi við Laugardalshöllina og helstu kostnaðaraðilana, það er kreppa alls staðar, við verðum bara öll að hjálpast að og láta þetta ganga upp,“ útskýrir Þorsteinn og segir engan bilbug á sér eða öðrum að finna. „Nei, nei, þetta leggst bara vel í okkur.“- fgg/fb Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Aðstandendur stórtónleika Jóhönnu Guðrúnar sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem fyrirhuguðum tónleikum Eurovision-stjörnunnar í Laugardalshöll var frestað fram á haust. Tónleikarnir áttu að vera 4. júní en vegna áhuga sænskra aðila urðu söngkonan og umboðsmaður hennar, María Björk, að bregðast skjótt við og var tekin sú ákvörðun að fresta öllu tónleikahaldi. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem sér um tónleikana, skilur vel ákvörðun Jóhönnu. „Þær fóru eiginlega út með engum fyrirvara, auðvitað vilja þær hamra járnið á meðan það er heitt, laginu gengur vel og maður verður bara að skilja það,“ segir Þorsteinn og viðurkennir að það hafi verið djörf ákvörðun á sínum tíma að fá Jóhönnu í verkefni af þessari stærðargráðu með svo skömmum fyrirvara. „Við vissum auðvitað að hún yrði mjög upptekin í sumar.“ En þessi ákvörðun setur smá strik í reikninginn því kvöldið eftir hafði Hr. Örlygur boðað til mikillar rokkveislu þar sem margir af fremstu rokksöngvurum landsins troða upp og þenja raddböndin við helstu rokkslagara tónlistarsögunnar. Þorsteinn viðurkennir að þeir hafi þarna ætlað að slá tvær flugur í einu höggi og komast hjá óþarfa kostnaði við uppsetningu á hljóðkerfi og öðru slíku. „Þetta er auðvitað erfitt en við erum búnir að ná góðu samkomulagi við Laugardalshöllina og helstu kostnaðaraðilana, það er kreppa alls staðar, við verðum bara öll að hjálpast að og láta þetta ganga upp,“ útskýrir Þorsteinn og segir engan bilbug á sér eða öðrum að finna. „Nei, nei, þetta leggst bara vel í okkur.“- fgg/fb
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira