Erlent

Senda 4000 hermenn til björgunarstarfa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mynd/AP
Mynd/AP
Yfirvöld í Taívan hafa nú ákveðið að senda fjögurþúsund hermenn til að aðstoða við björgunarstörf í suðurhluta landsins eftir að fellibylurinn Morakot gekk þar yfir.

Tekist hefur að bjarga hundruð manna sem talið var að hefðu látist í aurskriðum í kjölfar fellibylsins. Um sjötíu manns hafa látist, en talið er að sú tala gæti hækkað mikið áður en yfir lýkur.

Herþyrlur hafa reynt að taka þátt í björgunarstarfinu þrátt fyrir að aðstæður séu með versta móti. Þriggja manna áhöfn einnar þyrlu lést þegar hún brotlenti í óveðrinu. Þyrlur eru svo til eina leiðin til að komast að þorpunum sem grafist hafa undir aurskriðunum, að því er fréttamaður breska ríkisútvarpsins á staðnum segir.

Forseti landsins, Ma Ying-jeou, heimsótti eftirlifendur og ættingja fórnarlamba í miðstöð björgunaraðgerðanna í bænum Qishan.

Hann sagði að allt yrði gert til að bjarga þeim sem enn eru fastir á heimilum sínum gröfnum leðju.


Tengdar fréttir

Aurskriður valda gríðarlegu tjóni

Auskriður sem fallið hafa í austur Asíu eftir að fellibylurinn Morakot reið þar yfir hafa valdið gríðarlegu tjóni síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×