Erlent

Aurskriður valda gríðarlegu tjóni

Þorpið Shao Lin þurrkaðist út í skriðunni.
Þorpið Shao Lin þurrkaðist út í skriðunni.

Auskriður sem fallið hafa eftir að fellibylurinn Morakot reið þar yfir hafa valdið gríðarlegu tjóni í austurhluta Asíu síðustu daga.

Að minnsta kosti sex íbúðarhús urðu aurskriðu að bráð í austurhluta Kína í nótt og óttast er um líf fjölda fólks. Yfirvöld segja að tekist hafi að bjarga sex úr húsunum en aurskriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga sem fylgdu fellibylnum Morakot sem reið yfir Kína í gær.

Vitni sögðu fréttastofum í nótt að aurskriðan sem féll í borginni Penqzi hafi umlukið íbúðarhúsin sex á augabragði. Talið er að um 28 fjölskyldur hafi búið í hverju húsanna. Þá er óttast um líf mörg hundruð manna á Tæwan eftir að aurskriða færði þorpið Shaolin bókstaflega á kaf í gær.

Yfirvöld segjast óttast að um 400 manns hafi grafist í skriðunni en fjölmiðlar hafa eftir íbúum að allt að sex hundruð manns sé saknað. Þrátt fyrir að Morakot hafi breyst úr fellibyl yfir í hitabeltisstorm snemma á mánudag hafa gríðarlegar rigningar fylgt veðrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×