Erlent

Hryðjuverkaógn minnkar í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alan Johnson innanríkisráðherra Breta segir ennþá vera raunverulega hryðjuverkaógn í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Alan Johnson innanríkisráðherra Breta segir ennþá vera raunverulega hryðjuverkaógn í Bretlandi. Mynd/ AFP.
Hættustig gagnvart hryðjuverkum hefur verið lækkað í Bretlandi úr miklu í töluvert í fyrsta skipti síðan að hryðjuverk voru framin þar í júlí 2005.

Ríkið er því á þriðja hættustigi af fimm, en það þýðir að breska leyniþjónustan telur að hættan á hryðjuverkum sé frekar mikil í stað þess að vera afar mikil. Matið er byggt á mörgum þáttum, þar með talið leynigögnum, hryðjuverkum sem hafa verið unnin, samanburði við atburði sem hafa gerst í öðrum ríkjum og fleira.

„Við stöndum enn gagnvart raunverulegri ógn af hryðjuverkamönnum og almenningur mun sjá lítinn mun á hryðjuverkavörnum sem við beitum og ég hvet almenning til þess að vera áfram á verði," er haft eftir Alan Johnson innanríkisráðherra á vef breska blaðsins Telegraph.

Hryðjuverkasamtökin al Qaida réðust á Lundúni í júlímánuði árið 2005, en þá sprungu þrjár sprengjur með örskömmu millibili í þremur lestum neðanjarðarlestakerfis borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×