Íslenski boltinn

Skagamenn fengu skell á Eskifirði

Fyrri leik dagsins í fyrstu deild karla í knattspyrnu er lokið. Skagamenn fengu skell á Eskifirði þar sem þeir töpuðu 4-2 fyrir Fjarðabyggð eftir að hafa verið undir 4-0 í hálfleik.

Skagamenn hafa aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og eru í næstneðsta sæti deildarinnar, en þetta var fyrsti sigur austfirðinga sem fyrir vikið vippuðu sér í 7. sætið.

Leiknir og KA eigast við í Breiðholtinu klukkan 16:00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×