Íslenski boltinn

Fjórir leikir í Pepsi-deildinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Fram og ÍBV.
Úr leik Fram og ÍBV. Mynd/Daníel

Boltinn heldur áfram að rúlla í kvöld þegar fram fara einir fjórir leikir í Pepsi-deild karla.

Eyjamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH. Það er nágrannaslagur í Grindavík þar sem Keflavík kemur í heimsókn.

Þróttur tekur á móti Fylki á meðan Framarar heimsækja Fjölnismenn í Grafarvoginn.

Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15 nema leikur Grindavíkur og Keflavíkur sem hefst klukkan 20.00.

Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×