Fjögur lið komast á HM í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2009 11:22 Portúgal á ekki möguleika á að komast á HM í kvöld en þurfa að vinna Möltu án Cristiano Ronaldo til að komast í umspilið. Ronaldo er meiddur. Nordic Photos / AFP Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili. Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Leikið verður í undankeppni HM 2010 í knattspyrnu í fjórum heimsálfum í dag og í kvöld. Fjögur lið munu tryggja sér farseðilinn á HM. Lokaumferð undankeppninnar fer fram í Evrópu og Ameríkuálfunum í kvöld. Tvö Evrópulið og tvö Ameríkulið munu tryggja sér sæti í úrslitakeppni HM eins og lesa má um hér að neðan. Í næsta mánuði ræðst það svo endanlega hvaða 32 lið keppa í Suður-Afríku á næsta ári þegar umspilsleikir verða háðir víða um heim. Evrópa: Sæti á HM: 13 Ræðst í kvöld: 2 sæti. Þegar komin áfram: Danmörk, Þýskaland, Spánn, England, Serbía, Ítalía og Holland.Lykilleikir í kvöld:1. riðill: Portúgal - Malta Svíþjóð - Albanía Danmörk er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Portúgal er í öðru sæti með sextán stig, einu meira en Svíþjóð. Portúgal dugir því sigur á Möltu til að ná öðru sætinu.2. riðill: Grikkland - Lúxemborg Sviss - Ísrael Sviss er í efsta sæti riðilsins með þriggja stiga forystu á Grikkland. Grikkir munu sennilega vinna Lúxemborg og það nokkuð stórt og því þarf Sviss helst stig gegn Ísrael á heimavelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísrael á enn möguleika á öðru sæti riðilsins en þarf þá að stóla að Grikkir vinni ekki Lúxemborg.3. riðill: Tékkland - Norður-Írland Pólland - Slóvakía San Marino - Slóvenía. Slóvakía er í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur meira en Slóvenía. Slóvakar eiga þó erfiðan útileik gegn Póllandi í kvöld á meðan að Slóvenía ætti að eiga sigurinn vísan gegn San Marínó. Jafntefli dugir Slóvökum sennilega ekki og þurfa þeir því að vinna Pólverja á útivelli í kvöld.6. riðill: Andorra - Úkraína Kasakstan - Króatía Englendingar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en það ræðst í kvöld hvort það verði Úkraína eða Króatía sem kemst í umspilið. Úkraína er með átján stig, Króatía sautján. Bæði lið ættu að vinna sína leiki í kvöld og er því Úkraína í sterkri stöðu.Suður-Ameríka: Sæti á HM: 4 eða 5 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Brasilía, Paragvæ og Chile.Lykilleikir í kvöld: Úrúgvæ - Argentína Chile - Ekvador Argentína er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 25 stig og Úrúgvæ kemur næst með 24 stig. Það lið sem sigrar í leiknum í kvöld kemst því áfram á HM. Jafntefli dugar Argentínu nema að Ekvador vinni Chile með minnst fimm marka mun. Ekvador er í sjötta sæti riðilsins með 23 stig. Liðið sem endar í fimmta sæti riðilsins mætir liðinu sem verður í fjórða sæti undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku í umspili.Asía og Eyjaálfa: Sæti á HM: 5 Þegar komin áfram: Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Norður-Kórea. Barein mætir Nýja-Sjálandi (sigurvegara undankeppninnar í Eyjaálfu) í umspili um sæti á HM. Liðin mættust á heimavelli Barein um helgina og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Þau mætast í Nýja-Sjálandi í næsta mánuði.Norður- og Mið-Ameríka: Sæti á HM: 3 eða 4 Ræðst í kvöld: 1 sæti. Þegar komin áfram: Bandaríkin og Mexíkó.Lykilleikir í kvöld: El Salvador - Hondúras Bandaríkin - Kostaríka Kostaríka er í þriðja sæti riðilsins með fimmtán stig. Hondúras er í því fjórða með þrettán. Kosturíku dugar ekki jafntefli í sínum leik ef Hondúras vinnur í El Salvador og þarf því helst að vinna Bandaríkin á útivelli í kvöld til að sleppa við umspilið. Liðið í fjórða sæti riðilnsins mætir liðinu sem verður í fimmta sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku í umspili.
Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira