Áfram rætt um vopnahlé 26. janúar 2009 02:00 Hundruð manna hlupu í ofboði út úr nokkrum stjórnarbyggingum á Gasasvæðinu í gær þegar orðrómur komst á kreik um að Ísraelar ætluðu að gera nýja sprengjuárás. Ekkert reyndist hæft í orðrómnum. Hamashreyfingin bað fólk um að sýna stillingu, vopnahléið væri enn í fullu gildi og samningafundir stæðu yfir í Egyptalandi. Orðrómurinn virtist fara á kreik í framhaldi af orðum ísraelska ráðherrans Shauls Mofaz, sem minnti Palestínumenn á örlög Sheiks Ahmeds Yassins, andlegs leiðtoga og eins stofnenda Hamashreyfingarinnar, sem ísraelskir útsendarar drápu fyrir fimm árum. „Ég vil segja leiðtogum Hamas, og misskiljið mig nú ekki," sagði Mofaz: „Enginn ykkar getur um frjálst höfuð strokið á götum Gasa fyrr en Schalit fær frelsið," en Schalit er ísraelski hermaðurinn Gilad Schalit, sem hefur verið gísl herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu síðan 2006. Æðstu leiðtogar Hamas á Gasasvæðinu hafa ekki sést opinberlega eftir hinar heiftarlegu árásir Ísraelshers sem lauk fyrir rúmri viku. Millistjórnendur hreyfingarinnar mættu hins vegar til vinnu sinnar í gær, sumir í rústum skrifstofubygginga samtakanna í Gasaborg. Sendinefnd frá Hamas fór til viðræðna við egypska embættismenn í gær til að semja um að landamærin verði opnuð, en þau hafa verið lokuð að mestu síðan Hamas tók sér völd á Gasaströnd í júní 2007. Einnig standa yfir viðræður milli Ísraela, Bandaríkjamanna og Egypta um það hvernig koma megi í veg fyrir vopnasmygl Hamas inn á Gasasvæðið. George Mitchell, nýskipaður sendifulltrúi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, er væntanlegur til Ísraels á miðvikudag og mun ræða bæði við Ísraela og Palestínumenn á Vesturbakkanum. Hamashreyfingin hóf í gær að deila út peningaaðstoð til þeirra íbúa á Gasasvæðinu sem urðu fyrir tjóni af völdum árása Ísraela. Peningarnir koma fyrst í stað úr sjóðum hreyfingarinnar, sem nýtur fjárhagsstuðnings frá Íransstjórn og velunnurum víða um heim. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Hundruð manna hlupu í ofboði út úr nokkrum stjórnarbyggingum á Gasasvæðinu í gær þegar orðrómur komst á kreik um að Ísraelar ætluðu að gera nýja sprengjuárás. Ekkert reyndist hæft í orðrómnum. Hamashreyfingin bað fólk um að sýna stillingu, vopnahléið væri enn í fullu gildi og samningafundir stæðu yfir í Egyptalandi. Orðrómurinn virtist fara á kreik í framhaldi af orðum ísraelska ráðherrans Shauls Mofaz, sem minnti Palestínumenn á örlög Sheiks Ahmeds Yassins, andlegs leiðtoga og eins stofnenda Hamashreyfingarinnar, sem ísraelskir útsendarar drápu fyrir fimm árum. „Ég vil segja leiðtogum Hamas, og misskiljið mig nú ekki," sagði Mofaz: „Enginn ykkar getur um frjálst höfuð strokið á götum Gasa fyrr en Schalit fær frelsið," en Schalit er ísraelski hermaðurinn Gilad Schalit, sem hefur verið gísl herskárra Palestínumanna á Gasasvæðinu síðan 2006. Æðstu leiðtogar Hamas á Gasasvæðinu hafa ekki sést opinberlega eftir hinar heiftarlegu árásir Ísraelshers sem lauk fyrir rúmri viku. Millistjórnendur hreyfingarinnar mættu hins vegar til vinnu sinnar í gær, sumir í rústum skrifstofubygginga samtakanna í Gasaborg. Sendinefnd frá Hamas fór til viðræðna við egypska embættismenn í gær til að semja um að landamærin verði opnuð, en þau hafa verið lokuð að mestu síðan Hamas tók sér völd á Gasaströnd í júní 2007. Einnig standa yfir viðræður milli Ísraela, Bandaríkjamanna og Egypta um það hvernig koma megi í veg fyrir vopnasmygl Hamas inn á Gasasvæðið. George Mitchell, nýskipaður sendifulltrúi Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, er væntanlegur til Ísraels á miðvikudag og mun ræða bæði við Ísraela og Palestínumenn á Vesturbakkanum. Hamashreyfingin hóf í gær að deila út peningaaðstoð til þeirra íbúa á Gasasvæðinu sem urðu fyrir tjóni af völdum árása Ísraela. Peningarnir koma fyrst í stað úr sjóðum hreyfingarinnar, sem nýtur fjárhagsstuðnings frá Íransstjórn og velunnurum víða um heim. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira