Innlent

Lögreglumenn lögðu hald á 500 kannabisplöntur

Lögreglan á Hvolsvelli fann umfangsmikla kannabisverksmiðju í leiguhúsnæði í Þykkvabænum í gærkvöldi.

Um 500 kannabisplöntur voru í ræktun, bæði fullvaxnar og græðlingar. Málið er á rannsóknarstigi, en einhverjir hafa verið yfirheyrðir vegna þess. Allur tiltækur búnaður til ræktunar var á staðnum, hitalampar og sjálfvirkt vökvunarkerfi. Ræktunin var vel falin í húsnæðinu. Upp komst um málið með sameiginlegri rannsókn lögreglunnar á Hvolsvelli og Selfossi. Fíkniefnalögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp um 20 sambærileg mál frá áramótum og koma tugir manna við sögu.

Einhver málanna tengjast, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefndadeildar lögreglu, sem segir jafnframt að yfirvöld séu hvergi nærri hætt rannsóknum sínum og haldið verði áfram af fullum þunga að uppræta ólöglega rætkun kannabisplantna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×