Innlent

Nýr auðlegðarskattur lagður á eignir umfram 90 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna og Steingrímur kynna hugmyndir stjórnvalda. Mynd/ GRV.
Jóhanna og Steingrímur kynna hugmyndir stjórnvalda. Mynd/ GRV.
Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 15% í 18% samkvæmt tillögum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi nú síðdegis. Gert er ráð fyrir 100 þúsund króna frítekjumarki vaxtatekna á ári en skattstofn leigutekna verður 70% af framtöldum tekjum. Gert er ráð fyrir að samanlagðar tekjur ríkisins af almennum tekjuskatti einstaklinga og fjármagnstekjuskatti verði alls um 117 milljarðar króna.

Þá er gert ráð fyrir að sérstakur auðlegðarskattur sem svarar til 1,25% af nettóeign umfram 90 milljónir króna hjá einstaklingi og 120 milljónir króna hjá hjónum. Reiknað er með að þessi tekjuöflun gefi um 3 milljarða króna sem verði nýttir til að hækka greiðslur barnabóta og vaxtabóta.

Þá er gert ráð fyrir að almennt tryggingagjald hækki um 1,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×