Erlent

Hvatti forseta Afganistans til dáða

Hillary kom til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í dag til að vera viðstödd þegar Hamid Karzai sver embættiseið sem forseti í annað sinn á morgun.
Hillary kom til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í dag til að vera viðstödd þegar Hamid Karzai sver embættiseið sem forseti í annað sinn á morgun. Mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag Hamid Karzai, forseta Afganistans, til dáða og sagði að nú væri tækifæri fyrir forsetann til að útskýra með skýrum hætti hvernig hann ætli að bæta lífsskilyrði samlanda sinna.

Karzai sver embættiseið sem forseti annað kjörtímabil sitt á morgun og kom Hillary til Kabúl fyrr í dag vegna þessa. Forsetinn hefur lofað umbótum á nýju kjörtímabili en hann hefur þó ekkert sagt um það í hverju þær umbætur verði fólgnar.

Í byrjun mánaðarins var Karzai var lýstur réttkjörinn forseti landsins eftir að mótframbjóðandi hans Abdullah Abdullad hætti við framboð sitt. Hann sagðist gera það vegna þess að seinni umferð kosninganna yrði hvorki frjáls né sanngjörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×