Innlent

230 þreyta íslenskupróf til að fá ríkisborgararétt

Mynd/Anton Brink
Alls munu 230 útlendingar þreyta íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt sem haldin verða í annað sinn um næstu mánaðarmót.Umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða að hafa staðist próf í íslensku samkvæmt breytingum sem gerðar voru á reglum um íslenskan ríkisborgararétt um áramótin. Próftökugjaldið er 7000 krónur.

Dómsmálaráðuneytið samdi við Námsmatsstofnun um að annast undirbúning og framkvæmd prófanna. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt verður haldið tvisvar á ári.

Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt var haldið í fyrsta sinn í júní síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×