Umfjöllun: Grindvíkingar völtuðu yfir bitlausa Þróttara Ragnar Vignir skrifar 9. ágúst 2009 18:00 Scott Ramsey skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í kvöld. Mynd/Vilhelm Grindavík vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Gestirnir voru heilt yfir sterkari í leiknum og heimamenn voru ragir og máttlausir í sínum sóknaraðgerðum. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum. Strax á þriðju mínútu braut Óli Stefán Flóventsson klaufalega á Hauki Páli Sigurðssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Dennis Danry tók spyrnuna, en skaut himinhátt yfir markið. Eftir markið jafnaðist leikurinn töluvert en Grindvíkingar voru þó hættulegri í sínum aðgerðum. Á sautjándu mínútu áttu Grindvíkingar hættulega sókn. Boltinn barst til Scott Ramsay á vinstri kanti sem lét skotið ríða af. Sindri virtist halda boltanum örugglega en á einhvern furðulegann hátt missti hann svo boltann inn fyrir sig. Gestirnir því komnir verðskuldað yfir en markinu vill Sindri örugglega gleyma sem fyrst. Eftir markið reyndu Þróttarar að byggja upp sóknir en varð lítið ágengt. Um miðjan hálfleikinn fékk Hafþór Vilhjálmson boltann á vinstri kantinum, góð sending hans utan af kanti rataði í fætur Odds Guðmundssonar sem renndi boltanum laglega framhjá Óskari í marki Grindvíkinga, því var jafnt og allt í járnum. Grindvíkingar sóttu mun meira eftir markið og voru Scott Ramsay, Ondo og Tor Moen mjög hættulegir í sóknarleik gestanna. Gestirnir komstu svo verðskuldað yfir, eftir langa spyrnu fram völlinn stakk Óli Baldur Bjarnason sér inn fyrir vörn Þróttar og skoraði laglega framhjá Sindra Jenssyni markmanni Þróttar. Vörn heimamanna var steinsofandi og hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir markið. Heimamönnum tókst ekki að skapa almennileg marktækifæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og því leiddu Grindvíkingar í hálfleik. Síðari hálfleikur var lengst af mjög rólegur. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum án þess að ná að nýta þær að neinu ráði, þeir náðu ekki að skapa eitt opið færi fyrsta hálftímann. Grindvíkingar héldu sínu vel en sóknarleikur þeirra var enginn, þeirra fyrsta skot á mark í seinni hálfleik kom eftir 32 mínútur sem segir meira en mörg orð. Síðustu fimmtán mínútur leiksins hresstust Grindvíkingar verulega, og þeir fengu aukaspyrnu utan teigs eftir eina hraða sókn. Úr spyrnunni skoraði Scott Ramsay glæsilegt mark stöngin inn. Eftir markið má segja að Þróttarar hafi gefist upp og áhuga þeirra af leiknum lokið. Eftir þetta bættu gestirnir einfaldlega við sinn leik gegn hriplekri vörn heimamanna. Tvö mörk frá Páli Guðmundssyni og Jósefi Jósefssyni tryggðu Grindvíkingum öruggan fimm eitt sigur gegn lánlausum Þrótturum sem virðast stefna beint niður í fyrstu deild, allavega miðað við þessa spilamennsku. Grindvíkingar þokast upp töfluna eftir tvo góða sigra og með menn eins og Scott Ramsay í stuði eru þeir til alls líklegir. Vert er að minnast á dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson, en hann dæmdi næst að því óaðfinnanlega í þessum leik. Þróttur - Grindavík 1-5 0-1, Scott Ramsay (17.) 1-1, Oddur Ingi Guðmundsson (29.) 1-2, Óli Baldur Bjarnason (35.) 1-3, Scott Ramsay (85.) 1-4, Páll Guðmundsson (88.) 1-5, Jósef Kristinn Jósefsson (89.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 290 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 4 -8 (2-6) Varin skot: Sindri 2 -Óskar 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-1 Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 6 Runólfur Sigmundsson 6 (46., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Rafn Andri Haraldsson 4 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (Andrés Vilhjálmssonm 80) Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 Samuel Malson 4 (58., Morten Smidt 5) Haukur Páll Sigurðsson 5 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Óli Stefán Flóventsson 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Jóhann Helgason 6 (74., Ben Ryan Long 5)Scott Ramsay, 7*, maður leiksins (Páll Guðmundsson, 80) Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Erik Moen 6 Óli Baldur Bjarnason 6 (70., Þórarinn Kristjánsson 5) Gilles Mbang Ondo 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Grindavík vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli. Gestirnir voru heilt yfir sterkari í leiknum og heimamenn voru ragir og máttlausir í sínum sóknaraðgerðum. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum. Strax á þriðju mínútu braut Óli Stefán Flóventsson klaufalega á Hauki Páli Sigurðssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Dennis Danry tók spyrnuna, en skaut himinhátt yfir markið. Eftir markið jafnaðist leikurinn töluvert en Grindvíkingar voru þó hættulegri í sínum aðgerðum. Á sautjándu mínútu áttu Grindvíkingar hættulega sókn. Boltinn barst til Scott Ramsay á vinstri kanti sem lét skotið ríða af. Sindri virtist halda boltanum örugglega en á einhvern furðulegann hátt missti hann svo boltann inn fyrir sig. Gestirnir því komnir verðskuldað yfir en markinu vill Sindri örugglega gleyma sem fyrst. Eftir markið reyndu Þróttarar að byggja upp sóknir en varð lítið ágengt. Um miðjan hálfleikinn fékk Hafþór Vilhjálmson boltann á vinstri kantinum, góð sending hans utan af kanti rataði í fætur Odds Guðmundssonar sem renndi boltanum laglega framhjá Óskari í marki Grindvíkinga, því var jafnt og allt í járnum. Grindvíkingar sóttu mun meira eftir markið og voru Scott Ramsay, Ondo og Tor Moen mjög hættulegir í sóknarleik gestanna. Gestirnir komstu svo verðskuldað yfir, eftir langa spyrnu fram völlinn stakk Óli Baldur Bjarnason sér inn fyrir vörn Þróttar og skoraði laglega framhjá Sindra Jenssyni markmanni Þróttar. Vörn heimamanna var steinsofandi og hefði auðveldlega getað komið í veg fyrir markið. Heimamönnum tókst ekki að skapa almennileg marktækifæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og því leiddu Grindvíkingar í hálfleik. Síðari hálfleikur var lengst af mjög rólegur. Heimamenn fengu nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum án þess að ná að nýta þær að neinu ráði, þeir náðu ekki að skapa eitt opið færi fyrsta hálftímann. Grindvíkingar héldu sínu vel en sóknarleikur þeirra var enginn, þeirra fyrsta skot á mark í seinni hálfleik kom eftir 32 mínútur sem segir meira en mörg orð. Síðustu fimmtán mínútur leiksins hresstust Grindvíkingar verulega, og þeir fengu aukaspyrnu utan teigs eftir eina hraða sókn. Úr spyrnunni skoraði Scott Ramsay glæsilegt mark stöngin inn. Eftir markið má segja að Þróttarar hafi gefist upp og áhuga þeirra af leiknum lokið. Eftir þetta bættu gestirnir einfaldlega við sinn leik gegn hriplekri vörn heimamanna. Tvö mörk frá Páli Guðmundssyni og Jósefi Jósefssyni tryggðu Grindvíkingum öruggan fimm eitt sigur gegn lánlausum Þrótturum sem virðast stefna beint niður í fyrstu deild, allavega miðað við þessa spilamennsku. Grindvíkingar þokast upp töfluna eftir tvo góða sigra og með menn eins og Scott Ramsay í stuði eru þeir til alls líklegir. Vert er að minnast á dómara leiksins, Vilhjálm Alvar Þórarinsson, en hann dæmdi næst að því óaðfinnanlega í þessum leik. Þróttur - Grindavík 1-5 0-1, Scott Ramsay (17.) 1-1, Oddur Ingi Guðmundsson (29.) 1-2, Óli Baldur Bjarnason (35.) 1-3, Scott Ramsay (85.) 1-4, Páll Guðmundsson (88.) 1-5, Jósef Kristinn Jósefsson (89.) Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: 290 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 4 -8 (2-6) Varin skot: Sindri 2 -Óskar 5 Horn: 3-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-11 Rangstöður: 3-1 Þróttur (4-5-1) Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 6 Runólfur Sigmundsson 6 (46., Þórður Steinar Hreiðarsson 5) Rafn Andri Haraldsson 4 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (Andrés Vilhjálmssonm 80) Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 Samuel Malson 4 (58., Morten Smidt 5) Haukur Páll Sigurðsson 5 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Óli Stefán Flóventsson 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Jóhann Helgason 6 (74., Ben Ryan Long 5)Scott Ramsay, 7*, maður leiksins (Páll Guðmundsson, 80) Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Erik Moen 6 Óli Baldur Bjarnason 6 (70., Þórarinn Kristjánsson 5) Gilles Mbang Ondo 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira