Innlent

Skjálfandafljót verði friðlýst

Skjálfandafljót flæðir yfir bakka sína.
Skjálfandafljót flæðir yfir bakka sína.

Sex þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu Skjálfandafljóts.

Þuríður Backman er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sem felur í sér að friðlýsingin taki til „Skjálfandafljóts og alls vatnasviðs þess ofan Mjóadalsár í Bárðardal, að þverám meðtöldum, og verði hvers kyns röskun á náttúrulegum rennslisháttum fljótsins þar óheimil, svo og mannvirkjagerð.

Skal friðun svæðisins stuðla að varðveislu landslags þess, náttúrufars og menningarminja ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu, landbúnaðar og hefðbundinna nytja."- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×