Enski boltinn

Benitez kallaði Babel inn á teppið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel fæ lítið að spila hjá Liverpool.
Ryan Babel fæ lítið að spila hjá Liverpool. Mynd/AFP
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er búinn að fá nóg af vælinu í Hollendingnum Ryan Babel í fjölmiðlum og hefur ákveðið að kalla sinn mann inn á teppið til þess að ræða stöðu og framtíð hans hjá enska félaginu.

Babel hefur miklar áhyggjur á því að komast ekki á HM í Suður-Afríku þar sem að hann spilar ekki nægilega mikið með Liverpool. Babel gekk síðan enn lengra en áður í vikunni þegar hann sagðist vera á leiðinni frá Anfield.

„Ég verð að tala við leikmanninn og fá hans hlið á málinu," sagði Rafael Benitez í samtali við staðarblaðið Liverpool Echo.

Liverpool keypti Babel frá Ajax sumarið 2007 en frá þeim tíma hefur hann aðeins byrjað í 24 leikjum þar af aðeins í þremur á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×