Erlent

Selur nýra til að greiða húsaleigu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rab Nawas seldi annað nýra sitt í fyrra til að greiða skuld en hann hafði tekið fé að láni til að greiða fyrir brúðkaup sitt.
Rab Nawas seldi annað nýra sitt í fyrra til að greiða skuld en hann hafði tekið fé að láni til að greiða fyrir brúðkaup sitt. MYND/CNN

Fimmtugur maður í Pakistan er tilneyddur að selja úr sér annað nýrað til að standa í skilum með húsaleigu og mun hann gangast undir aðgerð fljótlega. Salan brýtur reyndar í bága við lög sem sett voru árið 2007 og banna sölu líffæra. Lagabókstafurinn virðist þó ekki koma í veg fyrir slíka sölu þar sem fjöldi fátækra Pakistana hefur selt líffæri sín síðan þau voru sett. Maður, sem seldi annað nýra sitt í fyrra til að greiða upp lán, segist hafa átt um tvennt að velja, annaðhvort að selja eitt barna sinna eða nýrað. Af tvennu illu varð nýrað fyrir valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×