Erlent

Anders Fogh baðst ekki afsökunar

Anders Fogh Rassmussen verðandi framkvæmdastjóri NATO sagði í ræðu í dag að hann myndi einbeita sér að því að bæta samskipti NATO við Múslima.

Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu í morgun að hann myndi biðjast afsökunar á skopmyndateikningunum af Múhameð spámanni sem birtust í dönskum blöðum og vöktu úlfúð á meðal margra í múslímaheiminum.

Rassmussen gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar enda hefur hann ávallt sagt að prentfrelsu gildi í Danmörku og þarafleiðandi sé það ekki dönsku ríkisstjórnarinnar að biðjast afsökunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×