Umfjöllun: Baldur afgreiddi Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2009 15:28 Baldur stangaði tvö bolta í netið í kvöld. Mynd/Daníel Tvö skallamörk frá Baldri Sigurðssyni dugðu bikarmeisturum KR gegn Grindavík í kvöld. KR vann því báðar viðureignirnar gegn Grindavík í sumar en KR vann fyrri leikinn í Grindavík, 0-4. Leikurinn var liður í 13. umferð mótsins þó svo aðeins séu búnar átta umferðir. KR er aftur á móti í Evrópukeppni og því varð spila þennan leik núna. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og Ondo hættulegur frammi. KR-ingar tóku þó völdin á vellinum smám saman og eftir 20 mínútur stýrðu þeir algjörlega umferðinni. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum í leiknum og eftir tvær slíkar skoraði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson. Báðar spyrnurnar komu frá Guðmundi Benediktssyni og mörkin með fimm mínútna millibili. Fyrst skallaði Baldur nánast af línu í netið og seinna markið var fallegra enda skalli utar í teignum. Baldur fékk síðan höfuðhögg í seinni hálfleik og varð að fara á sjúkrahús. Hann lék annars afar vel, var síógnandi frammi, vann boltann aftar á vellinum og Grindvíkingar réðu lítið við hann. KR-liðið var sterkt í þessum leik. Spilaði flottan og skemmtilegan fótbolta lungann úr fyrri hálfleik. Þá gekk boltinn hratt og kantarnir notaðir vel og þá aðallega sá vinstri þar sem Diogo fór oft mikinn. Óskar Örn var slakur á hinum kantinum og virðist vera bestur þegar hann kemur af bekknum því ekki hefur hann skilað miklu þegar hann er í byrjunarliðinu. KR-ingar klipptu Ondo og Ramsay vel úr leiknum og við svo búið átti Grindavík engin svör. Þeir byrjuðu vel en svo fjaraði undan þeirra leik og þeir sköpuðu ekki eitt alvöru færi í síðari hálfleik. Sanngjarn sigur KR sem er komið aftur á beinu brautina. KR-Grindavík 2-01-0 Baldur Sigurðsson (31.) 2-0 Baldur Sigurðsson (36.) Áhorfendur: 1.011Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Skot (á mark): 19-16 (11-3)Varin skot: Stefán 3 – Óskar 9Horn: 16-2Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 1-2 KR (4-4-2)Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 7 Óskar Örn Hauksson 3 (74., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 7Baldur Sigurðsson 8 – Maður leiksins (70., Guðmundur Pétursson 4) Guðmundur Benediktsson 5 (81., Prince Rajcomar -) Gunnar Örn Jónsson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 8 Ray Anthony Jónsson 3 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 3 Óli Baldur Bjarnason 2 (77., Eysteinn Húni Hauksson -) Sylvain Soumare 3 (77., Þórarinn Kristjánsson -) Scott McKenna Ramsay 4 Gilles Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: KR - Grindavík Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37 Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50 Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Tvö skallamörk frá Baldri Sigurðssyni dugðu bikarmeisturum KR gegn Grindavík í kvöld. KR vann því báðar viðureignirnar gegn Grindavík í sumar en KR vann fyrri leikinn í Grindavík, 0-4. Leikurinn var liður í 13. umferð mótsins þó svo aðeins séu búnar átta umferðir. KR er aftur á móti í Evrópukeppni og því varð spila þennan leik núna. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og Ondo hættulegur frammi. KR-ingar tóku þó völdin á vellinum smám saman og eftir 20 mínútur stýrðu þeir algjörlega umferðinni. Þeir fengu aragrúa af hornspyrnum í leiknum og eftir tvær slíkar skoraði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson. Báðar spyrnurnar komu frá Guðmundi Benediktssyni og mörkin með fimm mínútna millibili. Fyrst skallaði Baldur nánast af línu í netið og seinna markið var fallegra enda skalli utar í teignum. Baldur fékk síðan höfuðhögg í seinni hálfleik og varð að fara á sjúkrahús. Hann lék annars afar vel, var síógnandi frammi, vann boltann aftar á vellinum og Grindvíkingar réðu lítið við hann. KR-liðið var sterkt í þessum leik. Spilaði flottan og skemmtilegan fótbolta lungann úr fyrri hálfleik. Þá gekk boltinn hratt og kantarnir notaðir vel og þá aðallega sá vinstri þar sem Diogo fór oft mikinn. Óskar Örn var slakur á hinum kantinum og virðist vera bestur þegar hann kemur af bekknum því ekki hefur hann skilað miklu þegar hann er í byrjunarliðinu. KR-ingar klipptu Ondo og Ramsay vel úr leiknum og við svo búið átti Grindavík engin svör. Þeir byrjuðu vel en svo fjaraði undan þeirra leik og þeir sköpuðu ekki eitt alvöru færi í síðari hálfleik. Sanngjarn sigur KR sem er komið aftur á beinu brautina. KR-Grindavík 2-01-0 Baldur Sigurðsson (31.) 2-0 Baldur Sigurðsson (36.) Áhorfendur: 1.011Dómari: Örvar Sær Gíslason 5 Skot (á mark): 19-16 (11-3)Varin skot: Stefán 3 – Óskar 9Horn: 16-2Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 1-2 KR (4-4-2)Stefán Logi Magnússon 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 7 Óskar Örn Hauksson 3 (74., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 7Baldur Sigurðsson 8 – Maður leiksins (70., Guðmundur Pétursson 4) Guðmundur Benediktsson 5 (81., Prince Rajcomar -) Gunnar Örn Jónsson 6 Grindavík (4-5-1) Óskar Pétursson 8 Ray Anthony Jónsson 3 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Orri Freyr Hjaltalín 4 Jóhann Helgason 3 Óli Baldur Bjarnason 2 (77., Eysteinn Húni Hauksson -) Sylvain Soumare 3 (77., Þórarinn Kristjánsson -) Scott McKenna Ramsay 4 Gilles Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að skoða lýsinguna þarf að smella hér: KR - Grindavík
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37 Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50 Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Lúkas Kostic: Vorum ekki lið á vellinum „Það er alltaf svekkjandi að tapa. Ég er samt aðallega svekktur með fyrri hálfleikinn hjá okkur og hvernig við spiluðum þar," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn KR. 25. júní 2009 21:37
Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR. 25. júní 2009 21:50
Jónas Guðni: Boltinn fór eins og segull á hausinn á Baldri „Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Vorum meira með boltann og þeir sköpuðu sér sama og ekki neitt. Við vorum skipulagðir og þéttir þegar þeir voru með boltann," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, eftir 2-0 sigur KR á Grindavík. 25. júní 2009 21:45