Innlent

Fá umsamda launahækkun greidda

Fiskvinnslufyrirtækið Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að borga starfsfólki sínu umsamda launahækkun sem búið var að semja um en ákveðið var að fresta fram á sumar með samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Eyjar.net. Um 80 starfsmenn starfa hjá Godthaab í Nöf.

Eins og fram hefur komið í fréttu hættu eigendur HB Granda við að fresta hækkuninni eftir harða gagnrýni fyrir að hafa ætlað að gera það, en greiða sjálfum sér hinsvegar arð af rekstri síðasta árs.

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim í Reykjavík, sem rekur fiskvinnslu á fjórum stöðum á landinu, hefur einnig tilkynnt að það ætla að greiða öllum tvö hundruð landverkamönnum sínum umsamda launahækkun upp á 13.500 krónur um mánaðamótin.

Þá ætlar Horgnavinnsla Vignis G. Jónssonar á Akranesi einnig að greiða sínum 30 starfsmönnum umsamda hækkun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×