Innlent

Dópsalar földu hátt í milljón

Mennirnir voru með um fjörutíu grömm af hreinu amfetamíni í fórum sínum.
Mennirnir voru með um fjörutíu grömm af hreinu amfetamíni í fórum sínum.
Fíkniefni, nær milljón í peningum og vopn fundust við húsleit í íbúð í Reykjavík síðdegis í fyrradag. Um var að ræða um fjörutíu grömm af hreinu amfetamíni, tíu grömm af hassi, þó nokkuð af sterum, marijúana og e-töflur.

Á sama stað var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Um 650 þúsund krónur reyndust faldar víðs vegar um íbúðina. Þar var einnig að finna loftskammbyssu, sveðju og hnífa og var það tekið í vörslu lögreglu. Lagt var hald á fleiri muni, sem taldir eru vera þýfi, svo sem skjávarpi og mikið af tölvubúnaði. Tveir karlmenn um þrítugt voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Á öðrum þeirra fundust um hundrað þúsund krónur til viðbótar við það sem falið var í íbúðinni. Mennirnir voru yfirheyrðir í gær. Við aðgerðina, sem var samvinnuverkefni lögreglunnar á höfuð­borgarsvæðinu og á Akureyri, naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Lögreglan biður fólk um að hafa augun opin og koma upplýsingum um fíkniefnamál á framfæri. Sem fyrr er minnt á fíkniefnasímann 800-5005.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×