Íslenski boltinn

Þróttarar fara ótroðnar slóðir

Knattspyrnufélagið Þróttur boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir í fjármögnun á rekstri félagsins.

Þróttarar fagna 60 ára afmæli félagsins í ár og hafa ákveðið að byggja fjármögnun knattspyrnudeildar upp á fyrirbæri sem kallast Bandalagið og byggist á danskri fyrirmynd.

Í stað þess að semja við stóra styrktaraðila hafa Þróttarmenn ákveðið að leita fleiri minni samninga og á því byggir Bandalagið. Þar verður leitast við að efla félagið og gæta um leið hagsmuna fyrirtækja sem vilja kynna sig.

Til stendur að koma af stað heimasíðu utan um uppátækið - bandalagid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×