Íslenski boltinn

Óvíst hvort Marel verði með Blikum í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marel í leik með Blikum síðastliðið sumar.
Marel í leik með Blikum síðastliðið sumar. Mynd/Anton
Marel Baldvinsson hefur ekkert æft með Breiðabliki síðastliðnar tvær vikur og er óvíst hvort hann spili með liðinu nú í sumar.

„Það er ekki komið enn á hreint hvað verður. Ég get því voðalega lítið tjáð mig um þetta," sagði Marel í samtali við Vísi í dag.

Hann er samningsbundinn Blikum út næsta ár en spurður hvort Breiðablik hafi ekki getað staðið við sinn enda samningsins sagði hann slík vandræði væru skiljanleg.

„Það eru breyttar forsendur í þjóðfélaginu og það er í fótboltanum líka. Það er skiljanlegt að félög hafi lent í vandræðum."

„En það er eitthvað sem þarf bara að leysa. Ég hreinlega veit ekki hvað verður."

Marel hefur verið að æfa með Breiðabliki í allan vetur. „Ég hef ekkert æft síðustu tvær vikurnar. Og nú eru ekki nema þrjár vikur í mót og því áríðandi að leysa þetta mál sem allra fyrst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×