Erlent

Óeirðarlögreglan í Bretlandi stendur vaktina vegna G20 fundar

Óeirðarlögreglan hefur verið kölluð til eftir að G20 mótmælendur, sem mótmæla við leiðtogafund 20 helstu iðnvelda heims, réðust á einkennisklæddan lögregluþjón og gerðu atlögu að Royal Bank of Scotland í miðborg Lundúna.

Mótmælendur brutu rúður á byggingu bankans og réðust inn í bankann. Fréttaritari Sky News, Martin Brunt, sagðist hafa séð myndir frá lögreglunni af mótmælendum þar sem þeir fjarlægja tæki og kveikja elda. Einn mótmælandinn henti stöng í lögreglumann í mótmælunum. Ekki er vitað um meiðsl hans.

Reiði mótmælenda beinist að bankamönnum vegna efnahagskreppunnar. Þá eru mótmælendur jafnframt ósáttir við að illa hafi gengið að ná lausnum í loftslagsmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×