Innlent

Nóg af síld en hún er torveidd

Skip HB Granda hafa lokið við að veiða þann 4.500 tonna síldarkvóta sem kom í hlut félagsins við ákvörðun sjávarútvegsráðherra á 40 þúsund tonna aflamarki á veiðum á íslensku sumargotssíldinni fyrr í þessum mánuði.

Lundey NS kom í gærkvöldi til Akraness með um 1.350 til 1.400 tonn af síld sem fengust í Breiðafirði.

Að sögn Arnþórs Hjörleifssonar, skipstjóra á Lundey, hefur tíðarfar verið erfitt og norðlæg vindátt, sem stóð beint á land, og síldin uppi í landsteinum. Auk þess var mikill straumur í sundunum í nágrenni Stykkishólms.

Íslensku skipin eru nú hálfnuð með síldarkvótann samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×