Innlent

Vegagerðin: Stórhríð og gríðarlega blint á leiðinni um Þröskulda

Ófærð. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Ófærð. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Það er stórhríð og gríðarlega blint á leiðinni um Þröskulda samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er þæfingsfærð á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði er þungfær.

Annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vestfjörðum og víða skafrenningur eða él.

Á Norðurlandi eru vegir að miklu leyti auðir í Húnavatnssýslum en vetrarfærð þar fyrir austan; hálkublettir, hálka eða snujóþekja og víða él eða skafrenningur. Lágheiði er ófær.

Snjóþekja eða hálka er víða á Austurlandi, einkum inn til landsins. Breiðdalsheið er þungfær en ófært er yfir Öxi.

Fólk er beðið hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.

Athugið:

Vakin er athygli á því að Hófaskarðsleið, nýi vegurinn um Melrakkasléttu, er lokuð allri umferð. Vegurinn er í byggingu, með grófu yfirborði og án vetrarþjónustu. Talsvert er um að vegfarendur hafi farið þessa leið á eigin ábyrgð, en nú hefur snjóað á svæðinu og Hófaskarðið er orðið þungfært.

Framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Umferð er nú beint um stutta hjáleið fram hjá vinnusvæði við Grundarhverfi á Kjalarnesi, þar sem verið er að byggja undirgöng undir Vesturlandsveg. Aðkoma að Klébergsskóla er um Brautarholtsveg og Vallargrund. - Búist er við að nota þurfi hjáleiðina fram að jólum.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum vegna þessa en ökumenn eru sérstaklega beðnir að virða hámarkshraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×