Enski boltinn

Heskey orðaður við Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Emile Heskey er væntanlega á förum frá Aston Villa og á meðal þeirra sem hafa mikinn áhuga á að klófesta framherjann er Sam Allardyce, stjóri Blackburn.

Allardyce hefur ekki enn fundið mann í stað Roque Santa Cruz og Allardyce vill því endilega fá Heskey.

Heskey fær lítið að spila með Villa og vill því færa sig um set svo honum takist að tryggja sér öruggt sæti í landsliðshópi Englands fyrir HM sem fer fram næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×