Umfjöllun: Góður Fylkissigur í Dalnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 28. júní 2009 17:13 Mynd/Stefán Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Fylkir sigraði Þrótt 2-1 í Laugardalnum og voru öll mörkin skoruð í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur leiksins var afar tíðindalítill og fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Mikil barátta einkenndi hálfleikinn og voru bæði lið varfærin í öllum sínum aðgerðum. Þá voru Þróttarar sérstaklega rólegir í tíðinni. Þeir lágu afar aftarlega á vellinum og stilltu upp einum framherja, Morten Smidt. Hann virtist ævinlega í einskis manns landi og áttu traustir hafsentar Fylkismanna ekki í neinum vandræðum með sóknartilburði heimamanna sem voru af skornum skammti. Fylkismenn voru mun líklegri í hálfleiknum og voru þeir Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason hvað sprækastir gestanna í fyrri hálfleiknum. Ekkert almennilegt færi leit hins vegar dagsins ljós í fyrri hálfleik og fátt var um fína drætti spilalega séð hjá báðum liðum. Svo virðist sem bæði lið hafi fengið hressilegt tiltal í hálfleik því það var allt annað að sjá til leikmanna í síðari hálfleik. Þróttarar voru sprækari fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiks og voru líklegri til að skora. Andrés Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótti fyrir meiddan Dennys Danry. Andrés átti fínt skot að marki á 52. mínútu sem Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, varði vel í horn. Þetta skot var án vafa hættulegasta færi leiksins fram að þessu. Það var svo talsvert gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn komust yfir á 71. mínútu leiksins. Þá áttu Fylkismenn fína sókn sem endaði með því að Ingimundur Níels Óskarsson átti skot sem Henryk Forsberg varði, boltinn barst út í teiginn til Halldórs Arnars Hilmissonar sem skoraði með föstu skoti. Spilamennska liðanna batnaði talsvert í síðari hálfleik og háloftaspyrnum fækkaði. Þróttarar reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn eftir að Fylkir komst yfir og var Magnús Már Lúðvíksson einna sprækastur í liði Þróttar sóknarlega séð. Á 76. mínútu áttu Þróttarar síðan fyrirgjöf frá vinstri sem hafnaði í stönginni á Fylkismarkinu. Skömmu síðar, eða á 80. mínútu kom svo varamaðurinn, Jóhann Þórhallsson, Fylki í 0-2 með laglegu marki. Hann fékk sendingu frá Andrési Má Jóhannssyni, lék laglega á Henryk í markinu og sendi knöttinn í netið. Þróttarar lögðu ekki árar í bát og á 83. mínútu fengu þeir hornspyrnu frá vinstri. Magnús Már Lúðvíksson tók spyrnuna og sendi á kollinn á varnarmanninum, Hauki Sigurðssyni, sem skallaði knöttinn laglega í fjærhornið. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki þrátt fyrir mikinn vilja og þurftu þeir því að sætta sig við tap á heimavelli sínum fyrir sterkum Fylkismönnum.Þróttur - Fylkir 1-2 (0-0) 0-1 Halldór Arnar Hilmisson '71 0-2 Jóhann Þórhallsson '80 1-2 Haukur Páll Sigurðsson '83 Valbjarnavöllur Áhorfendur: óuppgefið (frekar fámennt)Dómari: Örvar Snær Gíslason 5Skot (á mark): 16 (5) - 10 (5)Varin skot: Sindri 1, Henryk 2 Fjalar 4Horn: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 19-15Rangstöður: 2-4Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 6 (46. Henryk Forsberg 4) Ingvi Sveinsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Hallur Hallsson 5 Dennis Danry 5 (46. Andrés Vilhjálmsson 6) Rafn Andri Haraldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 6 Davíð Þór Rúnarsson 4 Morten Smidt 3 (63. Hjörtur J. Hjartarson 5)Fylkir 4-3-3:Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6Valur Fannar Gíslason 7 ML Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5 Halldór Arnar Hilmisson 7 Theodór Óskarsson 4 (45. Jóhann Þórhallsson 6) Ingimundur Níels Óskarsson 6 (88. Felix Hjálmarsson) Albert Brynjar Ingason 6 (54. Kjartan Andri Baldvinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til að sjá lýsinguna er hægt að smella hér: Þróttur - Fylkir Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira