Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH með sigur í Eyjum

Ellert Scheving skrifar
Atli Guðnason skoraði í kvöld.
Atli Guðnason skoraði í kvöld. Mynd/Stefán

FH-ingar unnu sinn níunda leik í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.

Það var leiðindaveður í Eyjum í kvöld en það hafði ekki mikil áhrif á leikmenn FH því strax á níundu mínútu voru þeir komnir yfir eftir fallega sókn. Matthías Vilhjálmsson fékk boltann fyrir utan teig ÍBV, renndi honum til hægri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Atla Viðar Björnsson sem renndi boltanum auðveldlega framhjá Albert í markinu.

Tíu mínútum seinna skoruðu FH-ingar sitt annað mark. Matthías Vilhjálmsson, sem átti þátt í öllum mörkum FH og var frábær í kvöld, fékk boltann rétt fyrir utan teig Eyjamanna.

Engin pressa kom frá varnarmönnum ÍBV og því gat Matthías Vilhjálmsson nánast valið hvar hann vildi setja boltann en neðst í nærhorninu varð fyrir valinu.

Oftast þegar þessi lið hafa mæst í Vestmannaeyjum hafa spjöldin flogið villt og galið og það var nákvæmlega það sem gerðist í kvöld. Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, spjaldaði leikmenn eins og óður væri og gerðist svo brattur að sýna formanni knattspyrnuráðs ÍBV rauða spjaldið.

Þóroddur hefði hins vegar mátt halda spjöldunum í vasanum þegar hann gaf Gauta Þorvarðarsyni sitt anað gula spjald og þar með rauða því þar var klárlega um leikaraskap að ræða hjá Davíð Þór Viðarssyni.

Gauti braut á Davíð Þór en fyririði FH-inga lét eins og hann hefði hlustað á sjálfan sig syngja Leiðin Okkar Allra með Hjálmum slík voru tilþrifin.

Eyjamenn komu með hausinn á réttum stað í seinni hálfleikinn og áttu tvö afar góð færi en FH gerði út um leikinn þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þriðja mark FH-inga í leiknum.

Eftir mark Ásgeirs gerðist fátt markvert og leiktíminn rann út.

FH-ingar hafa nú unnið níu leiki í röð og stefna hratt í átt að íslandsmeistaratilinum.

Eyjamenn verða hins vegar að fara bíta meira frá sér á heimavelli ef þeir ætla að eiga einhverja von um það að halda sér í deild þeirra bestu.

ÍBV-FH 0-3

Atli Viðar Björnsson (9.)

Matthías Vilhjálmsson (19.)

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.)

Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: Ekki gefið upp

Dómari: Þóroddur Hjaltalín 4.

Skot (á mark): 12-18 (5-9)

Varin skot: Albert 7 - Daði 5

Horn: 5-6

Aukaspyrnur fengnar: 11-14

Rangstöður: 4-3

ÍBV (4-4-2)

Albert Sævarsson 6

Matt Garner 5

Christopher Clements 4

Andri Ólafsson 5

Yngvi Magnús Borgþórsson 5

(62, Augustine Nsumba 4)

Pétur Runólfsson 4

Tony Mawejje 4

Gauti Þorvarðarson 3

Ingi Rafn Ingibergsson 5

(62, Viðar Örn Kjartanson 4)

Eiður Aron Sigurbjörnsson 5

Ajay Leicht Smith 5

(62, Þórarinn Ingi Valdimarsson 5)

FH (4-3-3)

Daði Lárusson 5

Tommy Nielsen 5

(73, Viktor Örn Guðmundsson)

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5

Pétur Viðarsson 6

Davíð Þór Viðarsson 5

Tryggvi Guðmundsson 5

Matthías Vilhjálmsson 7 - Maður leiksins

Atli Guðnason 5

Guðmundur Sævarsson 5

(83, Björn Daníel Sverrisson)

Atli Viðar Björnsson 5

Hjörtur Logi Valgarðsson 5

(40, Freyr Bjarnason 5)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×