Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Evrópusætum ekki úthlutað fyrr en í haust

Gunnar örn Jónsson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var mjög sáttur í leikslok þegar Vísir náði tali af honum.

„Þetta var mjög mikilvægur sigur og erfiður líka. Við vorum hreinlega með boltann í fyrri hálfleik og þeir vörðust, það var svo sem ekkert annað að gerast í fyrri hálfleik. Við reyndum hvað við gátum en því miður náðum við ekki að skapa okkur nein færi af viti í fyrri hálfleiknum.“

„Leikurinn breyttist mikið í seinni hálfleik. Þróttararnir voru að komast inn í leikinn þegar við skoruðum gegn gangi leiksins.

Það er oft dæmigert fyrir lið í svipaðri stöðu og þeir. Þróttararnir eru í erfiðri stöðu og það er ekkert grín að vera í stöðu eins og þeir eru í.

Ég veit það af eigin raun, að sjálfstraustið brotnar og ekkert gengur upp. Við kláruðum færin okkar en ekki þeir, það er oft þannig með lið í eins erfiðri stöðu og Þróttur er í.“

Aðspurður um markmið Fylkis og hvort stefnan væri tekin á Evrópusæti sagði Ólafur:

„Markmið Fylkis er einfaldlega að vinna næsta leik en þá mætum við eyjamönnum og ætlum okkur sigur þar.

Evrópusætum er ekki úthlutað fyrr en í September þannig að við hugsum ekkert um það, við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Ólafur Þórðarson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×