Erlent

Skaut átta til bana á elliheimili

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tveir aðstandenda hinna látnu.
Tveir aðstandenda hinna látnu. MYND/CNN

Átta manns biðu bana þegar vopnaður maður ruddist inn á dvalarheimili aldraðra í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gær og hóf skothríð. Sjö hinna látnu voru vistmenn á heimilinu en áttunda fórnarlambið var hjúkrunarmaður. Byssumaðurinn var handtekinn af lögreglu og eru vitni sammála um að lögreglan hafi bjargað fjölda mannslífa með skjótum viðbrögðum sínum. Ekki er vitað hvað árásarmanninum, sem er 45 ára gamall, gekk til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×