Enski boltinn

Kinnear fær grænt ljós

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, stjóri Newcastle.
Joe Kinnear, stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear hefur fengið grænt ljós á að hann megi snúa aftur til starfa hjá Newcastle eftir jákvæðar niðurstöður úr læknisrannsóknum hans.

Kinnear mun þó ekki taka við starfi knattspyrnustjóra aftur fyrr en í sumar en í fjarveru hans var Alan Shearer fenginn til að taka við starfi knattspyrnustjóra til loka tímabilsins.

Derek Llambias, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að hann hafi fengið góðar fréttir af Kinnear.

„Hann hefur misst tólf kíló og stóðst allar sínar skoðanir hjá læknunum. Hann er á batavegi og ætti að vera algerlega heill heilsu eftir tvo mánuði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×