Lífið

Gerði grín að veikindunum

Jay Leno ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta. Spjallþáttastjórnandinn vinsæli er mættur aftur í Tonight Show eftir veikindi sín.
Jay Leno ásamt Barack Obama Bandaríkjaforseta. Spjallþáttastjórnandinn vinsæli er mættur aftur í Tonight Show eftir veikindi sín.

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hefur snúið aftur í þátt sinn, Tonight Show, eftir nokkurra daga kvef. Að sjálfsögðu gerði hann grín að veikindunum eins og hans er von og vísa.

Aflýsa þurfti tveimur þáttum vegna veikindanna og var það í fyrsta sinn sem Leno missti úr þátt síðan hann tók við starfinu árið 1992. Leno, sem er 58 ára gamall, gerði í þættinum grín að svína-flensunni, veikindum sínum og vopnaða öryggisverðinum sem var látinn standa við sjúkrarúm hans. Maður sem þóttist vera prestur reyndi að komast inn í herbergi Lenos og því ákvað NBC-sjónvarpsstöðin að ráða öryggisvörð.

„Núna er eins og ég sé í The Godfather,“ sagði Leno og vísaði þar í atriði úr hinni frægu kvikmynd. „Við erum komin aftur og það verður ekki fleiri þáttum frestað,“ lofaði hann. „Það sem gerðist var að ég borðaði hrátt svín sem vinur minn kom með frá Mexíkó. Það var virkilega gott.“

Þegar Leno var á sjúkrahúsinu gerði hann grín að Conan O"Brien sem tekur við starfi hans í júní. „Ég fékk hræðilega martröð um að ég gæti ekki andað. Mér fannst ég vera að kafna. Þá vaknaði ég og komst að því að Conan hélt á kodda fyrir ofan andlitið á mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.