Innlent

Framfærsla námslána hækkar

Menntamála- og félagsmálaráðuneytin hafa unnið að tillögum um samstarf Atvinnuleysistryggingasjóðs og Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þær hafi verið kynntar fyrir ríkisstjórn í gær og geri ráð fyrir 20 prósenta hækkun framfærslu námslána.

Námsmenn hafa kvartað yfir því að atvinnuleysisbætur séu mun hærri en námslán. Námslán hafa ekki fylgt hækkunum verðlags undanfarin ár.

Nokkuð hefur borið á því að námsmenn séu skráðir á atvinnuleysisbætur. Samhliða hækkuninni á að gera átak í að koma í veg fyrir slíka tvískráningu.

Þannig sparast fé hjá tryggingarsjóðnum sem fært verður yfir í lánasjóðinn. Sjóðirnir tveir verði því í nánu samstarfi til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu.

Útfærsla breytinganna verður kynnt á allra næstu dögum, jafnvel strax í dag.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×