Innlent

Ísraeli á leið til byggða

Björgunarfélag Ísafjarðar er nú á leið niður úr Þverfjalli með mann sem lenti í sjálfheldu þar fyrr í dag.

Þegar björgunarmenn komu að klettabeltinu þar sem maðurinn sat fastur reyndist það afar bratt og svo til ófært. Því varð að koma að honum ofanfrá sem felur í sér töluverða vinnu með línur og tryggingar. Var ákveðið að kalla einnig út björgunarsveitina Tinda frá Hnífsdal. Björgunarmenn sigu svo um 20 metra niður að manninum.

Um klukkan hálf ellefu var búið að ná manninum upp á brún klettabeltisins. Var hann orðinn nokkuð kaldur, enda hafði rignt á hann af og til í kvöld.

Einnig kvartaði hann undan eymslum í fótum og lítilli hreyfigetu, sem er eðlilegt þar sem hann var búinn að sitja nær hreyfingalaus í rúma sex tíma.

Björgunarsveitir eru nú á leið af fjallinu og til byggða með manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×