Innlent

Hrúturinn Steinsi rangt kyngreindur

líney sif með steinsa Glöggir lesendur sáu að um hrút var að ræða en ekki gimbur. Fréttablaðið/vilhelm
líney sif með steinsa Glöggir lesendur sáu að um hrút var að ræða en ekki gimbur. Fréttablaðið/vilhelm

Margir fjárglöggir lesendur Fréttablaðsins höfðu samband í gær til að benda á mistök í texta með forsíðumynd blaðsins. Þeir áttuðu sig á því að á myndinni var ekki gimbur á ferð heldur hrútur. Einnig kom í ljós að hrúturinn var ekki aðeins rangt kyngreindur heldur einnig rangnefndur. Rétt nafn er Steinsi.

Vegna mistakanna sendi Þórdís Jónsdóttir, eða Drekinn eins og hún kallar sig, kvæðið hér til hliðar.

Rétt er að benda á að í kvæðinu er Vilhelm, ljósmyndari Fréttablaðsins, hafður fyrir rangri sök. Það voru blaðamenn á ritstjórn blaðsins sem voru ekki betur að sér um kynferði sauðfjár. Dyggur lesandi hefur boðið þeim í réttir í lok mánaðarins til að bæta úr þekkingarskortinum.- kh, kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×