Fordæmi eru fyrir því að fólk taki systkini sín í fóstur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2009 19:52 Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Við sögðum frá málum Rebekku Maríu Jóhannesdóttur á Vísi í gær og ítarlegt viðtal við hana birtist á Stöð 2 nú í kvöld. Móðir hennar féll frá henni og tveimur bræðrum hennar í lok síðasta mánaðar en faðir hennar lést fyrir tveimur árum. Rebekka vill hafa bræður sína áfram hjá sér enda hefur hún hugsað um þá í veikindum móður sinnar síðastliðið ár. Hrefna segir að barnaverndarnefnd taki sjálfkrafa yfir forræði yfir eldri bróður Rebekku, sem er sjö ára og albróðir hennar. Rebekka geti hins vegar sótt um að fá hann í fóstur og gert fóstursamning við barnaverndanefnd. Hrefna segir að fordæmi séu fyrir þessu. „Ég man eftir tilvikum þar sem að systkini voru að sækja um að taka systkini sín í fóstur," segir Hrefna í samtali við Vísi. Ferlið sé hins vegar öðruvísi í tilviki yngri bróðurins, sem er hálfbróðir Rebekku og á pabba á lífi. Í því tilfelli geri barnalögin ráð fyrir því að faðirinn fái forræðið. „Barnalög gera hins vegar líka ráð fyrir því að systirin geti óskaði eftir því að pabbinn afsalaði forsjánni til sín eða þá að hún getur höfðað mál á grundvelli barnalaga," segir Hrefna. Í slíku tilfelli myndi systirin krefjast þess að dómstóll dæmdi henni forsjá í stað þess að dæma pabbanum það. „Þá er það bara vegið og metið hjá hvorum þeirra hagsmunum barnsins er betur borgið," segir Hrefna. Hrefna segir því að það sé tvennt ólíkt sem Rebekka þurfi að gera í stöðunni. Annars vegar að krefjast forræðis yfir yngri bróðurnum og hins vegar að óska eftir því að gerast fósturforeldri eldri bróðurins. „Það er ekkert sem er útilokað fyrirfram í þessum efnum. Þarna eru möguleikar sem hún getur látið reyna á," segir Hrefna. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til þess að sjá Rebekku í einlægu viðtali við Ísland í dag. Tengdar fréttir Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Við sögðum frá málum Rebekku Maríu Jóhannesdóttur á Vísi í gær og ítarlegt viðtal við hana birtist á Stöð 2 nú í kvöld. Móðir hennar féll frá henni og tveimur bræðrum hennar í lok síðasta mánaðar en faðir hennar lést fyrir tveimur árum. Rebekka vill hafa bræður sína áfram hjá sér enda hefur hún hugsað um þá í veikindum móður sinnar síðastliðið ár. Hrefna segir að barnaverndarnefnd taki sjálfkrafa yfir forræði yfir eldri bróður Rebekku, sem er sjö ára og albróðir hennar. Rebekka geti hins vegar sótt um að fá hann í fóstur og gert fóstursamning við barnaverndanefnd. Hrefna segir að fordæmi séu fyrir þessu. „Ég man eftir tilvikum þar sem að systkini voru að sækja um að taka systkini sín í fóstur," segir Hrefna í samtali við Vísi. Ferlið sé hins vegar öðruvísi í tilviki yngri bróðurins, sem er hálfbróðir Rebekku og á pabba á lífi. Í því tilfelli geri barnalögin ráð fyrir því að faðirinn fái forræðið. „Barnalög gera hins vegar líka ráð fyrir því að systirin geti óskaði eftir því að pabbinn afsalaði forsjánni til sín eða þá að hún getur höfðað mál á grundvelli barnalaga," segir Hrefna. Í slíku tilfelli myndi systirin krefjast þess að dómstóll dæmdi henni forsjá í stað þess að dæma pabbanum það. „Þá er það bara vegið og metið hjá hvorum þeirra hagsmunum barnsins er betur borgið," segir Hrefna. Hrefna segir því að það sé tvennt ólíkt sem Rebekka þurfi að gera í stöðunni. Annars vegar að krefjast forræðis yfir yngri bróðurnum og hins vegar að óska eftir því að gerast fósturforeldri eldri bróðurins. „Það er ekkert sem er útilokað fyrirfram í þessum efnum. Þarna eru möguleikar sem hún getur látið reyna á," segir Hrefna. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til þess að sjá Rebekku í einlægu viðtali við Ísland í dag.
Tengdar fréttir Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Berst fyrir forræði yfir bræðrum sínum Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá. 8. september 2009 16:07