Innlent

Hátt í 10 þjófar handteknir í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag handtekið hátt í tug manna í sérstakri aðgerð gegn þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur lögreglan lagt hald á verðmætt þýfi. Vísir fékk þær upplýsingar frá lögreglunni að aðgerðin teygi sig yfir allt höfuðborgarsvæðið en henni er stjórnað af lögreglumönnum á hverfastöðinni í Grafarvogi. Málið er enn í rannsókn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×