Enski boltinn

Wigan fékk atvinnuleyfi fyrir Rodallega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hugo Rodallega í leik með kólumbíska landsliðinu.
Hugo Rodallega í leik með kólumbíska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Fátt virðist koma í veg fyrir að framherjinn Hudo Rodallega frá Kólumbíu gangi til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan á næstu dögum.

Wigan hefur þegar tekist að útvega honum atvinnuleyfi en Rodallega, sem leikur með Necaxa í Mexíkó, mun næst gangast undir læknisskoðun.

Rodallega hefur skorað 25 mörk í 52 leikjum með Necaxa og sex í 21 landsleik með Kólumbíu.

„Þetta eru frábærar fréttir. Það er ekkert frágengið enn sem komið er en með þessu er búið að yfirstíga stóra hindrun," sagði Steve Bruce, stjóri Wigan, í samtali við heimasíðu félagsins. Hann sagðist vongóður þess efnis að hægt verði að ganga frá félagaskiptunum áður en vikan verður liðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×