Enski boltinn

Tímabilið hugsanlega búið hjá Anichebe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Anichebe í leik með Everton.
Victor Anichebe í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, viðurkennir að möguleiki sé á því að tímabilinu hjá framherjanum Victor Anichebe sé lokið.

Anichebe meiddist á hné er Everton gerði markalaust jafntefli við Newcastle eftir hættulega tæklingu frá Kevin Nolan.

Anichebe er með sködduð liðbönd í hné en nú er beðið eftir því að bólgan hjaðni svo hægt sé að meta meiðslin til fulls.

„Victor meiddist illa þegar hann var tæklaður. Ef meiðslin eru ekki alvarlegri en við höldum nú verður hann frá í 3-4 vikur en annars út tímabilið."

Framherjarnir Yakubu og James Vaughan eiga einnig við meiðsli að stríða og verða ekki aftur með Everton á leiktíðinni, né heldur miðjumaðurinn Mikel Arteta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×