Enski boltinn

Bouma og Essien spiluðu í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien í leik með Chelsea.
Michael Essien í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Wilfred Bouma lék í gær sinn fyrsta knattspyrnuleik í átta mánuði eftir hann fór úr ökklalið í sumar.

Bouma lék allan leikinn fyrir varalið Aston Villa sem vann varalið Chelsea í gærkvöldi. Hann meiddist í leik gegn Odense í Intertoto-keppninnií júlí síðastliðnum en Aston Villa lék gegn FH í sömu keppni.

Þá lék Michael Essien fyrir Chelsea í leiknum og skoraði eitt marka liðsins. Þetta var fyrsti leikur hans síðan í september er hann meiddist í leik með landsliði Gana og þurfti að fara í aðgerð vegna krossbandsslita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×