Innlent

Grásleppuvertíð á fullt

Grásleppuvertíðin er komin í fullan gang fyrir norðan land en hún byrjar síðar vestur af landinu. Vertíðin má standa í 55 daga. Ef veiðin nemur um það bil átta þúsund tunnum af söltuðum hrognum gæti aflaverðmætið orðið um sjö hundruð milljónir króna og vertíðin skapað um það bil 600 sjómönnum atvinnu á meðan hún stendur. Ef veiðin verður hins vegar mjög mikil hafa fjölmargir grásleppusjómenn skuldbundið sig til að hætta fyrr en ella til að skapa ekki offramboð og verðfall á heimsmarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×