Fótbolti

Nýja goðið í Brasilíu ennþá með spangir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Flestir brasilískir strákar fá fyrstu kynni sín af fótboltaleikjum á ströndinni.
Flestir brasilískir strákar fá fyrstu kynni sín af fótboltaleikjum á ströndinni. Mynd/AFP

Brasilíumenn hafa fundið nýja framtíðarstjörnu í fótboltanum en það er hinn 17 ára gamli Neymar sem leikur með Santos. Neymar hefur aðeins leikið fjóra leiki í meisaraflokksliðinu en menn þar á bæ eru þegar farnir að líkja honum við Robinho.

Neymar er ennþá með spangir og lítur því út eins og smástrákur meðal manna. Hæfileikarnir fara aftur á móti ekki framhjá neinum.

Neymar skoraði í fyrsta leiknum þar sem hann fékk að vera í byrjunarliðinu og á miðvikudaginn skoraði hann eitt mark og lagði upp annað í 4-0 sigri á Rio Branco í brasilíska bikarnum.

Það er góður mælikvarði á vinsældir stráksins að allar peysur númer 7 eru uppseldar hjá Santos enda mesta stjörnuefni félagsins frá því að umræddur Robinho sló í gegn árið 2002.

Nú er bara spurning hversu mikið lengur Neymar spilar með Santos því áhugi evrópska liða á þessum skemmtilega strák er þegar orðinn mikill.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×