Sakar skilanefndina um að vinna fyrir MP 4. apríl 2009 07:00 Nýja Kaupþing hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins vegna tölvupósts sem fyrrverandi viðskiptavinur SPRON fékk frá sparisjóðnum, þar sem hann var hvattur til að snúa sér til MP Banka með sín viðskipti. Maðurinn sendi skilanefnd SPRON fyrirspurn um innlánsreikning sinn, sem eftir fall bankans var tekinn í vörslu Kaupþings. Samdægurs barst honum svar frá þjónustuveri SPRON. Í niðurlagi svarsins segir: „Við hvetjum alla þá sem vilja koma í viðskipti við SPRON að setja sig í samband við starfsfólk útibúa SPRON frá og með mánudeginum 6. apríl. Einnig er hægt að skrá sig á forsíðu www.mp.is og starfsmenn SPRON munu hafa samband við þig á næstunni." Umræddan mánudag stóð til að MP Banki myndi opna nýjan viðskiptabanka með þremur útibúum undir merkjum SPRON. Það hefur nú frestast vegna þess að Fjármálaeftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. „Mér finnst mjög óeðlilegt að skilanefnd sem á að vera að vinna fyrir kröfuhafa sé að starfa sem markaðsdeild fyrir þá aðila sem hún hefur verið að selja útibúin," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings. Það kæmi Kaupþingi afar illa ef allir þeir sem áttu fé á reikningum hjá SPRON hlypu til og færðu það yfir í nýja SPRON þegar bankinn tekur til starfa. Það sé því einkennilegt af skilanefnd gamla SPRON að hvetja til þess. Það sé ekki hlutverk hennar. Kaupþing er eftir yfirtöku innlánsreikninganna langstærsti kröfuhafinn í þrotabú SPRON. Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, kannast ekki við póstinn og segir ljóst að hann sé ekki frá skilanefndinni kominn. Um leið og ábending hafi borist um að póstur af þessu tagi kunni að hafa farið frá bankanum hafi menn farið að grennslast fyrir um uppruna hans. Það hafi ekki enn borið árangur. Hann segir niðurlag póstsins óheppilegt, ekki síst í ljósi þess að kaup MP Banka á útibúanetinu séu ekki enn frágengin. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við munum að sjálfsögðu reyna að komast til botns í þessu máli og grípa til viðeigandi ráðstafana."stigur@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nýja Kaupþing hefur kvartað til Fjármálaeftirlitsins vegna tölvupósts sem fyrrverandi viðskiptavinur SPRON fékk frá sparisjóðnum, þar sem hann var hvattur til að snúa sér til MP Banka með sín viðskipti. Maðurinn sendi skilanefnd SPRON fyrirspurn um innlánsreikning sinn, sem eftir fall bankans var tekinn í vörslu Kaupþings. Samdægurs barst honum svar frá þjónustuveri SPRON. Í niðurlagi svarsins segir: „Við hvetjum alla þá sem vilja koma í viðskipti við SPRON að setja sig í samband við starfsfólk útibúa SPRON frá og með mánudeginum 6. apríl. Einnig er hægt að skrá sig á forsíðu www.mp.is og starfsmenn SPRON munu hafa samband við þig á næstunni." Umræddan mánudag stóð til að MP Banki myndi opna nýjan viðskiptabanka með þremur útibúum undir merkjum SPRON. Það hefur nú frestast vegna þess að Fjármálaeftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. „Mér finnst mjög óeðlilegt að skilanefnd sem á að vera að vinna fyrir kröfuhafa sé að starfa sem markaðsdeild fyrir þá aðila sem hún hefur verið að selja útibúin," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings. Það kæmi Kaupþingi afar illa ef allir þeir sem áttu fé á reikningum hjá SPRON hlypu til og færðu það yfir í nýja SPRON þegar bankinn tekur til starfa. Það sé því einkennilegt af skilanefnd gamla SPRON að hvetja til þess. Það sé ekki hlutverk hennar. Kaupþing er eftir yfirtöku innlánsreikninganna langstærsti kröfuhafinn í þrotabú SPRON. Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, kannast ekki við póstinn og segir ljóst að hann sé ekki frá skilanefndinni kominn. Um leið og ábending hafi borist um að póstur af þessu tagi kunni að hafa farið frá bankanum hafi menn farið að grennslast fyrir um uppruna hans. Það hafi ekki enn borið árangur. Hann segir niðurlag póstsins óheppilegt, ekki síst í ljósi þess að kaup MP Banka á útibúanetinu séu ekki enn frágengin. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Við munum að sjálfsögðu reyna að komast til botns í þessu máli og grípa til viðeigandi ráðstafana."stigur@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent