Innlent

Mest atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16-24 ára

Á fyrsta ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuaflsins. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára, eða 12,6%. Atvinnuleysi mældist 9,2% hjá körlum og 4,8% hjá konum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn.

Á sama tíma í fyrra voru að meðaltali 4.200 atvinnulausir og mældist atvinnuleysi 2,3%. Líkt og nú var atvinnuleysi mest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára eða 6,5%. Ennfremur mældist atvinnuleysi þá 2,5% hjá körlum og 2,2% hjá konum.

Starfandi fólki fækkar

Fjöldi starfandi einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi 2009 var 165.500 manns og fækkaði um 8.500 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 178.200 manns sem jafngildir 79,5% atvinnuþátttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×