Íslenski boltinn

Sigurbjörn: Kannski tekur maður bara Ryan Giggs á þetta

Ragnar Vignir skrifar
Valsmaðurinn Sigurbjörn Hreiðarsson.
Valsmaðurinn Sigurbjörn Hreiðarsson. Mynd/Stefán

Sigurbjörn Hreiðarsson spilaði í kvöld sinn 202. leik fyrir Val í efstu deild og varð þar með leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. Sigurbjörn var stoltur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik.

„Þetta bara frábært og ég er mjög stoltur af að ná þessum árangri með Val. Með allar þessar hetjur sem hafa spilað hér að Hlíðarenda þá getur maður ekki annað en verið stoltur," sagði Sigurbjörn.

Sigurbjörn rifjaði upp fyrsta leikinn sinn frá árinu 1992. "Hann var gegn Víkingi og var mjög skemmtilegur. Þá spilaði ég á kantinum og gerði það sem ég vildi".

Sigurbjörn fannst erfitt að gera upp á milli leikja en rifjaði þó upp nokkra: "Leikirnir þegar við unnum titlilinn í Krikanum og gegn HK á Laugardalsvelli voru mjög spennandi. Svo var bikarúrslitaleikurinn 2005 auðvitað sögulegur. Þetta eru allt frábærir leikir," sagði Sigurbjörn.

„Þegar ég byrja þá var að enda góður tími. Það urðu mikil kynslóðaskipti og við sem vorum að koma upp þurftum að bera þetta allt á herðunum. Fjárhagurinn var slæmur og allt í molum í rauninni. Við lifðum þetta af og stórveldið rís alltaf upp aftur".

Um framhaldið gaf Sigurbjörn ekkert upp: „Maður heldur áfram með maður hefur gaman af þessu og hver veit nema maður taki Ryan Giggs bara á þetta", sagði Sigurbjörn Hreiðarsson að lokum við Vísi.is sem óskar honum að sjálfsögðu til hamingju með sögulegann áfanga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×